Erik ten Hag stjóri Manchester United á marga stuðningsmen í FC Bayern eftir að hafa starfað þar með varaliði félagsins á árum áður.
Forráðamenn Bayern hefðu áhuga á að ræða við Ten Hag um að taka við í sumar en það er verða tæpt að af því verði.
Ten Hag er samningsbundinn Manchester United en talið er líklegt að hann verði rekinn í næstu viku.
„Erik ten Hag á marga stuðningsmenn í Bayern eftir starf sitt hérna. Forráðamenn Bayern hafa rætt við umboðsmann Ten Hag núna en það var ekki formlegt,“ segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.
Forráðamenn Bayern eru komnir með bakið upp við vegg en hver stjórinn á fætur öðrum hefur hafnað starfinu og nú Vincent Kompany mest orðaður við starfið.
„Minn skiliningur er sá að það er ekki á hreinu hvað Ten Hag gerir hjá Manchester United. Hann vill klára samninginn sinn.“
„Bayern þarf svar núna og geta ekki beðið í einhvern tíma með þetta.“