fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Óli Kristjáns: „Ef þú byrjar að rugla of mikið lendirðu í ógöngum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur R. dróst á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Kristjánsson, þjálfari fyrrnefnda liðsins, var brattur þegar hann ræddi við 433.is eftir dráttinn.

„Þetta er dráttur í bikar og þú getur fengið allt. Þetta er hörkulið, unnu Víking í síðustu umferð. Ég sá þær aðeins í vor. Þetta er flott lið og mjög verðugir andstæðingar,“ sagði Ólafur, en Afturelding spilar í Lengjudeildinni á meðan Þróttur er í þeirri Bestu.

video
play-sharp-fill

Þróttur er aðeins með 1 stig í Bestu deildinni þrátt fyrir fínar frammistöður. Hvernig getur liðið farið að safna stigum á töfluna?

„Með því að halda áfram að bæta okkur í því sem við trúum á að eigi að vera okkar stíll. Ef þú byrjar að rugla of mikið og leita að alls konar hlutum lendirðu í ógöngum. Við þurfum að bæta það að nýta færin okkar og þá höfum við trú á að stigasöfnunin muni koma.

Það er hluti af starfi þjálfarans að sannfæra leikmennina um að sú vegferð sem þú ert á sé sú rétta. Það eru margar leiðir til Rómar og þú verður að velja eina og fara hana ótrauður,“ sagði Ólafur að endingu, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Í gær

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal
Hide picture