fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Höfðu samband við Kompany sem var klár í viðræður

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var óvænt farið að orða Vincent Kompany, stjóra Burnley, við Bayern Munchen. Þýska félagið hefur sett sig í samband við Belgann.

Undir stjórn Kompany féll Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en aðferðir hans hafa þó heillað marga og talið að hann eigi framtíðina fyrir sér í þjálfun.

Bayern rembist eins og rjúpan við staurinn að finna nýjan stjóra þar sem Thomas Tuchel er á útleið. Það gengur þó erfiðlega.

Nú virðist sem svo að félagið hafi snúið sér að Kompany en Fabrizio Romano segir að Þjóðverjarnir hafi sett sig í samband við hann til að kanna áhugann.

Kompany var klár í viðræður en allt saman er þetta á byrjunarstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina