Enskir miðlar telja að allt að átta leikmenn gætu farið frá Arsenal í sumar en liðið er að jafna sig eftir vonbrigðin af því hafa ekki unnið deildina.
Arsenal var annað árið í röð lengi vel með forystu í deildinni en í bæði skiptin hefur liðið tapað gegn Manchester City í barátunni.
Enskir miðlar fjalla um hópinn þeirra í dag en búist er við að Aaron Ramsdale fari frá félaginu í sumar og einnig Thomas Partey miðjumaður liðsins.
Enskir miðlar telja einnig að Oleksandr Zinchenko bakvörður liðsins gæti farið en hann missti sæti sitt á liðnu tímabili.
Vitað er að Mikael Arteta þjálfari Arsenal vill kaupa framherja og miðjumann til félagsins í sumar og ber listinn þess merki af þeim sem gætu farið.
Fleiri fara og er ljóst að Cedric Soares og Mohamed Elneny fara þegar samningar þeirra renna út.
Gætu farið:
Aaron Ramsdale
Thomas Partey
Cedric Soares – Samningslaus
Oleksandr Zinchenko
Fabio Vieira
Mohamed Elneny – Samningslaus
Eddie Nketiah
Reiss Nelson