Arsenal stefnir að því að vinna alla þá bikara sem eru í boði á næsta tímabili að sögn miðjumannsins Martin Ödegaard.
Arsenal hafnaði í öðru sæti deildarinnar eftir lokaumferðina í gær en liðið barðist við Manchester City um titilinn.
Fyrirliðinn er þó með háleit markmið og stefnir á að vinna alla titlana eftir sumarfríið.
,,Ég held að við séum allir frekar vonsviknir í dag, við höfum barist fyrir þessu lengi og vorum nálægt markmiðinu,“ sagði Ödegaard.
,,Á sama tíma þá er ég svo stoltur af strákunum, ég er stoltur af árangrinum sem við erum að ná, við höfum breytt þessu félagi.“
,,Nú notum við fríið til að styrkja okkur og koma sterkari til baka á næsta ári. Við ætlum að vinna allt saman.“