Jurgen Klopp stýrði í dag sínum síðasta leik sem stjóri Liverpool er liðið vann Wolves 2-0 á heimavelli.
Klopp hefur gefið það út að hann sé að kveðja í sumar eftir tæplega níu ár hjá enska félaginu.
Falleg stund átti sér stað á Anfield eftir leikinn í dag en Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, brast í grát er hann kvaddi Klopp.
Þjóðverjinn er gríðarlega vinsæll á meðal bæði stuðningsmanna og leikmanna og verður sárt saknað á Anfield.
Þetta myndband má sjá hér.
Virgil and Klopp both crying in each other’s arms 😢 pic.twitter.com/fg4mfbBGJc
— Watch LFC (@Watch_LFC) May 19, 2024