Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð.
Guardiola og hans menn geta unnið deildina í dag í leik gegn West Ham en með sigri þá tryggir liðið fjórða deildarmeistaratitilinn í röð.
Spánverjinn virðist vera mjög sáttur í Manchester og hefur engan áhuga á að kveðja.
,,Ég er með samning hérna. Ég vil vera hér á næstu leiktíð sama hvað gerist,“ sagði Guardiola.
Ljóst er að starf Guardiola er alls ekki í hættu en hann hefur gert magnaða hluti eftir komu sína til borgarinnar.