Raphael Varane hefur staðfest það að hann sé á förum frá Manchester United eftir tímabilið.
Varane er 31 árs gamall en hann hefur undanfarin þrjú ár spilað á Old Trafford eftir komu frá Real Madrid.
Nú er greint frá því að Varane sé mögulega á leið til Mexíkó til að skrifa undir samning við Tigres þar í landi.
Það væri ákvörðun sem kæmi mörgum á óvart enda Frakkinn enn á fínasta aldri og ætti að eiga nóg eftir.
Varane verður samningslaus í júní og er því fáanlegur á frjálsri sölu.