Bayer Leverkusen endar tímabilið í Þýskalandi taplaust eftir leik við Augsburg í lokaumferðinni í dag.
Leverkusen var búið að tryggja sér titilinn fyrir leikinn í dagh og er 17 stigum á undan Stuttgart sem er í öðru sæti.
Eftir 2-1 sigur er ljóst að Leverkusen tapar engum leik í vetur sem er sögulegur árangur.
Leverkusen er einnig komið í úrslit Evrópudeildarinnar sem og úrslit þýska bikarsins og er taplaust á öllu tímabilinu.
Bayern Munchen spilaði við Hoffenheim á sama tíma en eftir að hafa komist 2-0 yfir þá tapaði liðið 4-2 á útivelli þar sem Andrej Kramaric gerði þrennu.