Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.
Auddi er einn fremsti sjónvarpsmaður landsins og hefur hann til að mynda heimsótt ófátt íþróttafólk í þáttunum Atvinnumennirnir okkar. Hann var spurður að því hver hafi verið uppáhalds viðmælandinn hans þar.
„Hvað persónuleikann varðar er það Halldór Helga brettagaur. Það er bara einn minn uppáhalds sjónvarpsþáttur sem ég hef gert. Það er snillingur. Ég vissi ekkert um hann. Þetta er einn besti snjóbrettagaur heims og hann er ekkert eðlilega þekktur á þessum svæðum sem hann er á. Hann er ofurstjarna. Mér fannst svo gaman að sjá það og líka bara hvað hann er geggjaður náungi,“ sagði Auddi.
„En eftirminnilegast fyrir okkur var sennilega að fara og hitta Eið (Smára) hjá Barca og fá að hitta Messi, Thierry Henry, Xavi og alla þessa kalla.“
Auddi segir að Eiður sé enn stærri í Barcelona en hann hafði gert sér grein fyrir.
„Við fórum á leik um daginn og hann er enn þá stoppaður alls staðar. Það kom mér á óvart.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar