Njarðvík er enn með fullt hús stiga í Lengjudeild karla en liðið spilaði sinn þriðja leik í dag og var hann á útivelli.
Þróttur Reykjavík tók á móti Njarðvík að þessu sinni en eitt mark var skorað í þeirri viðureign og það gerðu gestirnir.
Oumar Diouck skoraði eina mark leiksins er sjö mínútur voru eftir til að tryggja Njarðvík frábæran útisigur.
Njarðvík hefur komið mörgum á óvart og er á toppnum eftir þrjár umferðir eftir leiki gegn Þrótt, Dalvík/Reyni og Leikni.
Leiknir vann á sama tíma sigur í nágrannaslag gegn ÍR þar sem Omar Sowe reyndist hetja liðsins.
Þróttur R. 0 – 1 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck(’83)
Leiknir R. 1 – 0 ÍR
1-0 Omar Sowe(’34)