Roberto De Zerbi mun yfirgefa lið Brighton eftir tímabilið en frá þessu greinir félagið í dag.
De Zerbi hefur gert flotta hluti með Brighton eftir komu sína þangað og var um tíma orðaður við fjölmörg stórlið.
Ljóst er að Ítalinn er á förum í sumar og mun stýra sínum síðasta leik á morgun gegn Manchester United.
Góðar líkur eru á að De Zerbi sé að taka við liði Bayern Munchen sem leitar að arftaka Thomas Tuchel.
Brighton & Hove Albion has confirmed that head coach Roberto De Zerbi will leave the club after tomorrow’s final Premier League match of the season against Manchester United.
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) May 18, 2024