Stuðningsmenn Manchester United eru margir hverjir áhyggjufullir eftir ummæli Marcus Rashford á Instagram.
Rashford spilaði sinn 400. leik fyrir United í sigrinum á Newcastle í vikunni og eftir leik skellti hann í færslu á Instagram.
„Einstök tilfinning að spila 400 sinnu fyrir United. Takk,“ skrifaði hann.
Bruno Fernandes, fyrirliði United, svaraði. „Það verða 400 leikir í viðbót.“
Svar Rashford við þessu hefur hins vegar vakið athygli. „Það hefur verið heiður að deila velli með þér.“
Mörgum finnst þessi ummæli Rashford vísa í að Fernandes sé að fara en hann hefur einmitt verið orðaður burt undanfarið.
Aðrir eru þó á því að hér sé verið að gera of mikið úr hlutunum.
Sitt sýnist hverjum.
🚨 Marcus Rashford to Bruno Fernandes via Instagram:
“It’s been a pleasure sharing the pitch with you bro ♥️” #MUFC pic.twitter.com/2Z46L9QVm8
— mufcmpb (@mufcMPB) May 16, 2024