Það hefur slokknað í áhuga Real Madrid á Alphonso Davies, leikmanni Bayern Munchen, samkvæmt spænskum fjölmiðlum.
Bakvörðurinn knái var sterklega orðaður við Real Madrid í vetur en nú er félagið sagt hafa snúið sér að Miguel Gutierrez hjá Girona.
Gutierrez er 22 ára gamall og heillaði með Girona sem náði óvænt Meistaradeildarsæti á Spáni á yfirstandandi leiktíð.
Davies á þó aðeins ár eftir af samningi sínum við Bayern og spurning hvað hann gerir í sumar.