fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur áhuga á Ollie Watkins, sóknarmanni Aston Villa og íhugar að reyna við hann í sumar. Talksport heldur þessu fram.

Watkins hefur farið á kostum með Villa á leiktíðinni og er með 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Spilaði hann stóra rullu í að liðið tryggði sig inn í Meistaradeild Evrópu fyrir komandi leiktíð. Ansi stórt afrek sem ekki margir sáu fyrir.

Sir Jim Ratcliffe er orðinn hluthafi í United og tekinn yfir knattspyrnuhlið rekstursins. Hann er metnaðarfullur og vill fá Watkins til liðs við félagið. Markmiðið er að styrkja liðið fram á við.

Það verður þó ansi snúið að fá Watkins í ljósi þess að Villa getur boðið honum upp á Meistaradeildarbolta á næstu leiktíð, eitthvað sem United getur ekki gert.

Þá skrifaði hann nýverið undir samning til 2028. Villa er því allavega í ansi sterkri stöðu ef kemur til viðræðna á milli félaganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar