Massimiliano Allegri verður rekinn frá Juventus en eina spurningin er hvort það gerist í dag eða eftir tíu dögum.
Juventus er nú þegar búið að bjóða Thiago Motta þriggja ára samning og vilja hann til starfa.
Motta hefur gert frábæra hluti með Bologna en liðið er komið í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Motta ætlar að taka ákvörðun um málið á næstu dögum en starfið hjá Juventus er eitt það stærsta í boltanum í Evrópu.
Juventus tók ákvörðun í febrúar um að henda Allegri en nú er það komið á hreint og Motta er líklegur til þess að taka við.