Einum leik er lokið í Bestu deild kvenna í kvöld en þar tók Þróttur R. á móti Víkingi.
Það var Sigdís Eva Bárðardóttir sem kom Víkingi yfir í kvöld eftir rúman hálftíma leik.
Staðan í hálfleik 0-1 og í þeim seinni var ekkert skorað. Mark Sigdísar reyndist því nóg til að landa sterkum þremur stigum í Fossvoginn.
Nýliðarnir eru í fjórða sæti deildarinnar með 7 stig en Þróttur er aðeins með 1 stig í næstneðsta sæti.