Al-Nassr, félagið sem Cristiano Ronaldo spilar með, er opið fyrir því að selja tvö stór nöfn í sumar ef marka má blaðamanninn Rudy Galetti.
Ljóst er að Al-Nassr hafnar í öðru sæti sádiarabísku deildarinnar á þessari leiktíð á eftir Al-Hilal. Félagið hyggst bæta við sig fleiri erlendum leikmönnum í sumar og eru til í að rýma fyrir þeim með því að selja stór nöfn í sumar.
Anderson Talisca, sem hefur verið hjá félaginu síðan 2021, er til sölu. Hann hefur spilað fyrir lið eins og Benfica og Besiktas áður.
Þá er Aymeric Laporte, fyrrum varnarmaður Manchester City, einnig sagður fáanlegur fyrir rétt verð.
Fleiri leikmenn eru á útleið en samningur markvarðarins David Ospina, sem eitt sinn lék með Arsenal, er að renna út.