Jack Grealish gæti farið frá Manchester City í leit að meiri spiltíma og hefur fyrrum félag hans áhuga.
Það er Football Insider sem segir frá þessu en Grealish er að klára sitt þriðja tímabil með City. Hann var keyptur til félagsins frá Aston Villa á um 100 milljónir punda árið 2021.
Samkvæmt fréttunum er Villa einmitt eitt af félögunum sem vill fá hann í sumar.
Hinn 28 ára gamli Grealish hefur spilað 36 leiki á leiktíðinni í öllum keppnum en oft komið inn á sem varamaður.
Samningur Grealish rennur út árið 2027.