fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Ten Hag í sögubækurnar með tapinu í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hélt áfram að skrifa söguna en engan veginn á jákvæðan hátt í tapinu gegn Arsenal í gær.

Liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir stóðu í Skyttunum í leiknum en að lokum unnu lærisveinar Mikel Arteta dýrmætan 0-1 sigur í toppbaráttunni við Manchester City.

Markið sem Leandro Trossard skoraði í gær var númer 82 sem United fær á sig í öllum keppnum á tímabilinu. Það er það mesta sem liðið hefur fengið á sig í 53 ár eða síðan tímabilið 1970-1971.

Þá hefur United nú tapað 19 af 49 leikjum á þessari leiktíð. Það hefur ekki gerst síðan tímabilið 1977-1998.

United á tvo leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en getur hæst endað í sjötta sæti. Liðið er hins vegar komið í úrslitaleik enska bikarsins þar sem nágrannarnir í Manchester City verða andstæðingurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?