fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Postecoglou ómyrkur í máli – „Þá þarftu að leita þér hjálpar“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir það algjört bull að hans menn vilji ekki vinna Manchester City á morgun þar sem það myndi hjálpa nágrönnunum og erkifjendunum í Arsenal.

Arsenal treystir á Tottenham á morgun en vinni City leikinn ekki er titillinn í höndum Skytanna fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.

Ljóst er að hluti stuðningsmanna Tottenham hefur engan áhuga á að sjá liðið gera Arsenal greiða annað kvöld.

„Ef þú skoðar samfélagsmiðla vilja 99 prósent að Tottenham tapi gegn Manchester City. Segðu mér að það sé ekki þinn heimur. Þá þarftu að leita þér hjálpar,“ sagði Postecoglou í dag.

„Ég skil að það sé rígur milli liða en ég mun aldrei skilja þá sem vilja sjá lið sitt tapa,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur