Mjög óvænt nafn er orðað við Bayern Munchen þessa stundina en um er að ræða varnarmanninn Adam Wharton.
Wharton spilar með Crystal Palace á Englandi og gekk aðeins í raðir félagsins í janúar á þessu ári.
Wharton kom til Palace frá Blackburn og hefur staðið sig virkilega vel í 15 deildarleikjum á árinu.
The Sun greinir frá því að Bayern sé á eftir þessum 20 ára gamla leikmanni en hann mun kosta um 60 milljónir punda.
Palace hefur engan áhuga á að selja varnarmanninn og er verðmiðinn því mun hærri en margir myndu búast við.