Jason McAteer fyrrum miðjumaður Liverpool var gestur á BeIN Sport um helgina og sagði frá því að hann hefði á föstudag hitt leikmann Manchester United.
McAteer býr rétt fyrir utan Manchester og spjallaði við leikmanninn um slæma stöðu félagsins.
„Hann spilar með United, ég hitti hann á föstudag og við áttum gott spjall,“ sagði McAteer um stöðu mála.
„Við áttum gott spjall, þetta er frábær drengur. Ég fór að ræða við hann um lok tímabilsins og hvað hann væri að heyra um stjórastöðuna.“
McAteer var spurður að því hvort Thomas Tuchel væri nafnið og hann neitaði því, hann var spurður hvort það væri Jose Mourinho og aftur neitaði McAteer.
McAteer sagði svo frá því að leikmenn United væru á því að Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins tæki við. „Já, það er nafnið sem þeir eru með hjá sér og telja að taki við;“ sagði McAteer.