Fjöldi leikmanna í Manchester United efast stórlega um hæfileika Rasmus Hojlund en framherjinn hefur átt í vandræðum á sínu fyrsta tímabili.
Manchester Evening News heldur þessu fram.
Hojlund var keyptur til United fyrir tímabilið á 72 milljónir punda frá Atalanta.
Hann hefur skorað eitt mark í síðustu tíu leikjum sínum frá því að hann snéri til baka eftir meiðsli.
Hojlund var lengi í gang en þegar hann var að komast á flug þá meiddist hann og hefur síðan ekki fundið sig.
Hojlund er ungur framherji en pressan að leiða sóknarlínu Manchester United hefur orðið til eþss að samherjar hans vilja varla senda á hann, samkvæmt staðarblaðinu.