Breiðablik vann flottan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Fylki á útivelli við fínustu aðstæður.
Þrjú mörk voru skoruð í leiknum en þau voru öll skoruð af þeim grænklæddu sem voru að vinna sinn fjórða sigur í sumar.
Benjamin Stokke var á meðal markaskorara Blika en hann komst á blað í uppbótartíma.
Á sama tíma vann lið Víkingur lið FH með tveimur mörkum gegn engu þar sem heimamenn misstu mann af velli.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fékk að líta rautt spjald í viðureigninni en eftir það bættu heimamenn við marki.
Fylkir 0 – 3 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason(’45)
0-2 Daniel Obbekjær(’55)
0-3 Benjamin Stokke(’92)
Víkingur R. 2 – 0 FH
Aron Elís Þrándarson(’45)
Helgi Guðjónsson(’84)