Barcelona er að íhuga það að bjóða Manchester United leikmann í skiptum fyrir sóknarmanninn Mason Greenwood.
Greenwood er á óskalista Barcelona en óvíst er hvort spænska félagið geti borgað verðmiða leikmannsins.
HITC greinir nú frá því að Börsungar íhugi að nota Vitor Roque í skiptidíl við United en um er að ræða varnarmann.
Roque fær ekkert að spila á Nou Camp í dag og hefur aðeins byrjað tvo leiki fyrir liðið í efstu deild.
United er talið vilja selja Greenwood en gæti verið opið fyrir því að fá varnarmann í skiptum enda nokkuð þunnskipað í öftustu línu.