Kylian Mbappe hefur staðfest það að hann sé á förum frá Paris Saint-Germain og mun reyna fyrir sér annars staðar næsta vetur.
Um er að ræða einn besta sóknarmann heims en hann hefur lengi raðað inn mörkum fyrir franska félagið.
Mbappe er enn aðeins 25 ára gamall en allar líkur eru á að hann skrifi undir hjá Real Madrid eftir tímabilið.
PSG er úr leik í Meistaradeild Evrópu og taldi Mbappe það vera rétt að segja stuðningsmönnum liðsins frá stöðunni.
Hann þakkaði starfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir stuðninginn en hann leikur sinn síðasta leik fyrir PSG á sunnudag.
MERCI. 🔴🔵 @PSG_inside pic.twitter.com/t0cL2wPpjX
— Kylian Mbappé (@KMbappe) May 10, 2024