Valur 3 – 1 KA
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson(‘4)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’42, víti)
2-1 Patrick Pedersen(’56)
3-1 Patrick Pedersen(’63)
Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítaspyrnu í dag er Valur mætti liði KA í Bestu deild karla.
Um var að ræða annan leik dagsins en það kom ekki að sök að lokum og unnu Valsmenn flottan heimasigur.
Gylfi klúðraði víti undir lok fyrri hálfleiks og mistókst þar að koma heimaliðinu aftur yfir.
Patrick Pedersen tók þó til sinna ráða í seinni hálfleiknum og skoraði tvö mörk og vann að lokum 3-1 sigur á Hlíðarenda.