Real Madrid gæti vel verið án lykilmanns er liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitum Meistaradeildarinnar.
The Athletic greinir frá en um er að ræða miðjumanninn öfluga Aurelion Tchouameni.
Tchouameni er 24 ára gamall en hann er að glíma við meiðsli á fæti og er tæpur fyrir úrslitaleikinn sjálfan.
Athletic segir aðeins 20 prósent líkur vera á því að Frakkinn geti spilað gegn Dortmund sem eru ekki góðar fréttir fyrir spænsku risana.
Miklar líkur eru á að Eduardo Camavinga taki við stöðu Tchouameni á miðjunni en úrslitaleikurinn fer fram þann 1. júní.