Jurgen Klopp er í hættu á að missa af síðasta leik sínum sem stjóri liðsins. Hann er einu gulu spjaldi frá leikbanni.
Það verður þó að teljast ólíklegt að Klopp fái gult spjald á mánudag gegn Aston Villa.
Klopp hefur hagað sér vel á hliðarlínunni á þessu tímabili og bara fengið tvö gul spjöld.
Fái þjálfari þrjú gul spjöld fer hann í leikbann en Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn eftir rúma viku gegn Wolves.
Klopp ákvað að hætta sem þjálfari Liverpool fyrir nokkru og taka sér hið minnsta árs frí frá fótboltanum til að hlaða batteríin.