fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ. Eysteinn mun hefja störf hjá KSÍ 1. september 2024. Þangað til gegnir Jörundur Áki Sveinsson, sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóri frá því að Klara Bjartmarz lét af störfum, áfram starfi framkvæmdastjóra KSÍ.

Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár. Breiðablik rekur 12 deildir sem samanstanda af rúmlega 3.000 iðkendum. Áður en Eysteinn fór til Breiðabliks starfaði hann sem framkvæmdastjóri og þjálfari knattspyrnudeildar hjá Hvöt á Blönduósi og Þrótti í Reykjavík þar sem hann var einnig íþróttastjóri. Eysteinn hefur því víðtæka reynslu á sviði íþrótta og knattspyrnu.

Eysteinn er með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hann er giftur Brynhildi Olgu Haraldsdóttur og eiga þau þrjá syni.

„Það er mikill fengur fyrir KSÍ að fá Eystein til starfa. Hann er farsæll og reynslumikill framkvæmdastjóri sem þekkir rekstrarumhverfi knattspyrnunnar í þaula og reynsla hans sem fyrrverandi leikmaður, þjálfari og íþróttastjóri mun nýtast vel í þessu krefjandi starfi,” segir Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ. „Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir áhugann um leið og ég býð Eystein formlega velkominn í hóp starfsfólks KSÍ.”

„Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hafa orðið fyrir valinu og hlakka ég til að takast á við komandi verkefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég mun kveðja Breiðablik með söknuði og miklu þakklæti til alls þess frábæra fólks sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti,” segir Eysteinn Pétur nýr framkvæmdastjóri KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“