Lið Real Madrid gerði allt til að geta notað miðjumanninn Jude Bellingham í gær í leik liðsins gegn Bayern Munchen.
Um var að ræða leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Real hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn einu.
Joselu reyndist hetja Real í viðureigninni en hann skoraði tvö mörk undir lokin til að tryggja sigurinn.
Bellingham var vel tæpur vegna smávægilegra hnémeiðsla fyrir viðureignina og þurfti að spila á verkjalyfjum til að komast í gegnum alls 100 mínútur.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Cope en Bellingham hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur og vildi þá sjálfur fá að taka þátt.
Læknar liðsins töldu að Bellingham gæti komist í gegnum þessa viðureign án vandræða með þessum umtöluðu lyfjum og fær hann að öllum líkindum hvíld í næsta leik.