Chelsea mistókst að fá argentínsku goðsögnina Sergio Aguero í sínar raðir árið 2009 en það er leikmaðurinn sjálfur sem greinir frá.
Aguero skoraði tvö mörk gegn einmitt Chelsea í Meistaradeildinni í nóvember 2009 sem varð til þess að félagið sýndi áhuga.
Aguero var þá leikmaður Atletico Madrid en hann samdi síðar við Manchester City og er goðsögn í herbúðum félagsins.
Chelsea fékk höfnun til að byrja með og lét aldrei í sér heyra eftir það að að sögn Aguero.
,,Eftir þennan leik eða kannski tveimur mánuðum seinna þá sagði umboðsmaðurinn minn mér frá áhuga Chelsea, ég var samningsbundinn Atletico til þriggja ára,“ sagði Aguero.
,,Ég var alltaf hrifinn af ensku úrvalsdeildinni og af hugmyndinni að spila þar en Chelsea sýndi engan áhuga eftir það. Þeir höfðu áhuga á mér í byrjun en svo hugsuðum við með okkur: ‘Kannski ekki.’