Chelsea er víst opið fyrir því að hleypa vængmanninum Hakim Ziyech frítt til Galatasaray í sumarglugganum.
Chelsea keypti Ziyech fyrir 33 milljónir punda árið 2020 og spilaði hann alls 64 deildarleiki og skoraði sex mörk.
Enska liðið á möguleika á því að framlengja samning Ziyech um eitt ár en hann verður samningslaus í sumar.
Ziyech var lánaður til Galatasaray fyrir tímabilið og stóð sig ágætlega þar og er liðið til í að semja endanlega við leikmanninn.
Chelsea virðist sætta sig við það að losna frítt við Ziyech sem stóðst aldrei væntingar í Lundúnum.