Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, er viss um að hann hefði getað sannfært miðjumanninn öfluga Jamal Musiala um að velja England frekar en Þýskaland.
Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem getur einnig leikið á vængnum en hann lék fyrir fjölmörg yngri landslið Englands.
Kane er í fyrsta sinn að spila með Musiala í dag en sá síðarnefndi valdi A lið Þýskalands og á að baki 27 landsleiki.
Staðan væri mögulega ekki sú sama í dag ef Kane hefði getað rætt við ungstirnið fyrir nokkrum árum.
,,Ég grínast af og til með Musiala varðandi valið, Þýskaland eða England,“ sagði Kane.
,,Augljóslega gat hann valið England og ef ég hefði verið hér fyrir nokkrum árum hefði ég getað sannfært hann um að velja okkur.“
,,Jamal er frábær leikmaður.“