Nasser Al-Khelaifi, eigandi Paris Saint-Germain, varð reiður er hann ræddi við blaðamann í gær en hann var spurður út í framtíð Luis Enrique, stjóra liðsins.
Al-Khelaifi var spurður að því hvort Enrique myndi taka annað ár sem stjóri PSG sem er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Dortmund í undanúrslitum.
Enrique hefur gert fína hluti á stuttum tíma í París en blaðamaðurinn sá ástæðu til þess að spyrja út í framtíð Spánverjans.
Al-Khelaifi var ekki hrifinn af þessari spurningu og svaraði fyrir sig fullum hálsi.
,,Hvað er þessi spurning? Veistu eitthvað um fótbolta?“ sagði Al-Khelaifi við blaðamanninn.
,,Við erum að byggja upp langtímaverkefni með ungt lið í Evrópu og framtíðin er björt. Við höldum áfram.“