Vestri mun spila heimaleik sinn gegn Víkingi í 7. umferð Bestu deildar karla á AVIS vellinum í Laugardal, líkt og liðið gerði gegn HK í sínum fyrsta heimaleik.
Heimavöllur Vestra er ekki enn klár og er því gripið til þessa úrræðis.
Vestri er með 6 stig eftir fimm umferðir en Víkingur með 12.
Besta-deild karla
Vestri – Víkingur R
Var: Mánudaginn 20. maí kl. 14.00 á Kerecisvellinum
Verður: Mánudaginn 20. maí kl. 14.00 á AVIS vellinum