Samkvæmt Telegraph er það farið að verða áhyggjuefni fyrir þá sem Manchester United skoðar að ráða sem næsta stjóra félagsins hvernig fyrrum leikmenn félagsins haga sér.
Margir fyrrum leikmenn United starfa í sjónvarpi í dag en má þar nefna Roy Keane, Gary Neville, Rio Ferdinand og Paul Scholes.
Fara þeir oftar en ekki ófögrum orðum um sitt gamla félag og segir Telegraph að slíkt tal hjálpi félaginu ekki í að skoða nýjan stjóra.
Thomas Tuchel, Zinedine Zidane og Gareth Southgate eru allir orðaðir við United þessa dagana eftir slakt gengi liðsins undir stjórn Erik ten Hag.
Telegraph segir að þetta sé eitthvað sem hugsanlegir kostir United ræði við sitt fólk, hvernig fyrrum leikmenn félagsins tali.
United mun taka ákvörðun um framtíð Ten Hag í lok mánaðar en 4-0 tap gegn Crystal Palace á mánudag hefur búið til óbærilega pressu á hann.