Hakim Ziyech snýr ekki aftur til Chelsea þar sem Galatasaray hefur ákveðið að nýta sér klásúlu og kaupa kantmaninn knáa.
Framtíð Ziyech var í lausu lofti síðasta sumar en hann var á leið til Sádí Arabíu en féll á læknisskoðun hjá Al-Nassr.
Hann endaði hjá Galatasaray þar sem hann hefur svo sannarlega fundið sinn takt.
Galatasaray hefur því ákveðið að nýta sér klásúla í samningi við Chelsea þar sem Ziyech hefur verið á láni.
Chelsea er búið að kvítta á alla pappíra og ljóst að Ziyech hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
🚨🟡🔴 Hakim Ziyech will not return to Chelsea as he’s staying to Galatasaray on permanent move.
Obligation to buy clause, triggered and signed as Chelsea already sent letter to Gala confirming the agreement. pic.twitter.com/AAk8WHL3k2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024