fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gary gerir upp súrealískan tíma á Hlíðarenda – Bíll að eigin vali og stórinnkaup í Ikea borguð upp í topp

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin skilur ekki enn af hverju Valur vildi losa sig við hann snemma tímabils 2019, eftir aðeins nokkrar umferðir af Íslandsmótinu. Hann talar þó vel um félagið almennt og hrósar því fyrir fagleg vinnubrögð í kringum starfslok hans.

Gary gekk í raðir Vals frá Lilleström í Noregi fyrir tímabilið 2019. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum en liðinu gekk illa. Skyndilega mátti enski sóknarmaðurinn ekki lengur mæta á æfingar hjá Val Samningi hans var að lokum rift.

„Ég veit raunverulega ekki hvað gerðist. Ég held að ég hafi bara verið gerður að blóraböggli vegna þess hversu illa gekk. Hvernig þeir létu mér líða var ekki í lagi. Ég hef ekki sagt þetta áður en þetta hafði mjög slæm áhrif á mig,“ segir Gary í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Mikið var rætt og ritað um málið á sínum tíma og hugsanlegum ástæðum þess að Gary væri skyndilega í frystikistunni á Hlíðarenda.

„Nafnið mitt var í fréttum á hverjum degi. Ég átti að hafa sagt hitt og gert þetta. Ekkert var satt. En samt leyfðu þeir þessum sögum að halda áfram. Þeir reyndu aldrei að stöðva þær. Ég var einn á Íslandi og þeir leyfðu mér ekki að æfa. Ég æfði einn og fékk bara einn fótbolta til þess. Ég mátti líka ekki æfa á aðalvellinum. Þetta er það sem þeir gerðu. Ég hugsaði með mér hvað ég hafði gert, hvað gerði ég til að verðskulda að þú komir svona fram við aðra manneskju.“

Gary segir samt að heilt yfir hafi Valur komið faglega fram, bæði vikurnar fram að því að hann var skyndilega settur til hliðar og þegar samið var um starfslok hans.

„Þeir eru best rekna félag á Íslandi. Fram að þessu var allt gott. Þeir spurðu mig hvaða bíl ég vildi. Ég sagði Golf. Þegar ég kom til baka frá Englandi beið mín Golf. Ég fór í IKEA og þeir sögðu mér að kaupa hvað sem er í íbúðina mína. Ég keypti allt sem mig vantaði og þeir lögðu upphæðina sem það kostaði strax aftur inn á mig. Þetta er alvöru knattspyrnufélag. Þetta er faglegasti klúbbur sem ég hef verið hjá. Það er allt borgað á réttum tíma og aldrei vandamál. Vandamálið var bara hvernig þeir komu fram við mig þegar allt þetta var í gangi en þegar við slitum samstarfinu tókumst við allir í hendur. Óli Jó (þá þjálfari Vals) gekk með mér yfir völlinn og sagði að hann myndi líklega sjá eftir þessu en að þetta væri hans ákvörðun. Hann tæklaði þetta eins og maður.“

Sem fyrr segir skilur Gary þó ekki enn hvers vegna Valur vildi ekkert með hann hafa eftir aðeins nokkra leiki í Íslandsmótinu.

„Ég myndi elska ef hann (Óli Jó) segði af hverju hann tók þessa ákvörðun. Ég var búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum og ef einhver var að vinna vinnuna sína var það ég.“

Gary yfirgaf Val utan félagaskiptaglugga og því það eina í stöðunni að semja um starfslok hans og rifta þriggja ára samningnum.

„Ég sagði að þeir þyrftu að borga. Ég fórnaði atvinnumennskunni til að fara þangað og skrifaði undir þriggja ára samning. Ég var ekki að fara neitt. Þeir gátu notað mig eða ekki, það skipti mig ekki máli,“ sagði Gary og var þetta ekki vandamál.

„Eftir að ég fór borguðu þeir allt á réttum tíma. Þeir hefðu getað verið með vesen en það var allt rétt borgað. Þess vegna segi ég að öll knattspyrnufélög ættu að reyna að vera eins og Valur.“

Svo fór að Gary hélt til ÍBV þar sem hann varð markakóngur deildarinnar þetta sama tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“