Jadon Sancho og félagar í Dortmund náðu þeim stórkostlega árangri að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Sancho er á láni hjá þýska félaginu frá Manchester United.
Sanhco gekk í raðir Dortmund á ný í janúar, en United keypti hann þaðan 2021. Lítið gekk hins vegar upp upp á Old Trafford og var hann loks lánaður til baka.
Eftir 1-0 sigur á PSG í gær, samanlagt 2-0, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er Sancho mættur með sínum mönnum í úrslitaleikinn. Þar verður andstæðingurinn Real Madrid eða Bayern Munchen.
Enskir miðlar vekja athygli á því að undir færslu Sancho á Instagram, þar sem hann fagnar því að hafa komist í úrslitaleikinn, skrifar aðeins einn leikmaður United. Það er fyrirliðinn Bruno Fernandes. Setti hann þar þrjú klappandi tjákn.
Fjórir leikmenn United til viðbótar settu like við færsluna, Kobbie Mainoo, Lisandro Martinez, Antony og Sofyan Amrabat.
Ekki er ljóst hvað Sancho gerir í sumar. Dortmund vill hafa hann hjá sér áfram en ekki er víst hvort félagið hafi efni á að kaupa hann.