Besta deild karla hefur farið af stað með látum en fimm umferðir eru búnar og Gylfi Þór Sigurðsson hefur líklega verið besti leikmaður deildarinnar.
Gylfi hefur skorað þrjú mörk í deildinni og var hetja liðsins gegn Blikum í gær.
Víkingur og FH eru á toppi deildarinnar með tólf stig en Fram er óvænt í þriðja sætinu með tíu stig.
Breiðablik ogo Stjarnann eru með níu stig en Valur er í sjötta sæti deildarinnar með átta stig.
433.is tekur saman lista yfir tíu bestu leikmenn deildarinnar í upphafi móts, margt áhugavert þar.
Tíu bestu í Bestu deildinni í upphafi móts.
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Viktor Jónsson (ÍA)
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Oliver Ekroth (Víkingur)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Ástbjörn Þórðarson (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Kyle McLagan (Fram)
Fred Saraiva (Fram)