Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern er líklegastur til þess að taka við Manchester United í sumar verði Erik ten Hag rekinn úr starfi.
Ten Hag er tæpur á að missa starfið sitt og þá sérstaklega eftir 4-0 tap gegn Crystal Palace í gær.
Tuchel er að hætta með Bayern í sumar en enskir veðbankar telja hann líklegastan, vitað er að samtal hefur átt sér stað.
Gareth Southgate og Graham Potter eru einnig á blaði.
Fimm líklegastir:
Thomas Tuchel
Gareth Southgate
Graham Potter
Roberto De Zerbi
Zinedine Zidane