Manchester United hefur tekið ákvörðun, Erik ten Hag verður ekki rekinn fyrir úrslitaleik enska bikarsins. Telegraph og aðrir enskir miðlar segja frá.
Umræða um framtíð Ten Hag hefur verið í gangi undanfarnar vikur og sérstaklega eftir 4-0 tap gegn Crystal Palace í gær.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með United og eftir ágætt fyrsta tímabil hefur svo sannarlega hallað undan fæti.
United mætir Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins þann 25 maí en fram að því leikur United þrjá leiki í deildinni.
Ágætis líkur eru taldar á því að Ten Hag verði rekinn eftir úrslitaleik bikarsins en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk virðist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun.