Jose Mourinho á sér þann draum að taka aftur við Manchester United og myndi glaður vilja taka aftur við starfinu í sumar.
Mourinho var rekinn frá Roma á þessu tímabili en hann var rekinn frá United í desember árið 2018.
Mourinho vann deildarbikarinn og Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili hjá United.
Búist er við því að Manchester United skoði það að reka Erik ten Hag úr starfi eftir 4-0 tap gegn Crystal Palace í gær.
Manchester Evening News segir að Mourinho vilji glaður taka við United í sumar en hann skoðar kosti sína nú.
Thomas Tuchel er sagður efstur á blaði United en hann er að hætta mað Bayern.