Stuðningsmenn Manchester United sungu og trölluði eftir tapið gegn Crystal Palace í gær, þetta vekur athygli enda var liðið niðurlægt.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United óttast líklega um starfið sitt eftir 4-0 tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.
United var án margra lykilmanna en þeir sem mættu til leiks virtust hafa lítinn áhuga á því að standa sig.
Michael Olise sem Manchester United hefur áhuga á að kaupa í sumar var frábær og skoraði tvö góð mörk.
Tyrick Mitchell og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir eitt markið hvor.
Eftir leik sungu stuðningsmenn United eins og sjá má hér að neðan.
Man United fans after their 4-0 loss at Crystal Palace 🎶👏
Not the reaction most teams would have got after a defeat like that… pure class from the United fans 🙌
pic.twitter.com/MgShDZBoIF— SPORTbible (@sportbible) May 7, 2024