Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports urðar yfir Antony og Andre Onana leikmenn Manchester United, ástæðan er hegðun þeirra eftir tap gegn Crystal Palace í gær.
Þegar þeir félagar gengu af velli eftir 4-0 tapið héldu þeir fyrir munninn og ræddu við Mason Mount.
„Farið bara af vellinum,“ sagði Carragher.
„Talandi og hvíslandi fyrir aftan höndina, líklega að ræða um leikmenn eða eitthvað. Mögulega um upplegg þjálfarans. Haldið kjafti og farið inn.“
Jamie Carragher on Antony talking to Mount and Onana at full time: “Just get off the pitch! Talking and whispering behind your hand?! You’ve been awful! He’s probably talking about one of the players, or somebody else, or the set-up or the managers. Just shut up and get in.… pic.twitter.com/5qcnaZWq6c
— MUFC Scoop (@MUFCScoop) May 6, 2024
Erik ten Hag, stjóri Manchester United óttast líklega um starfið sitt eftir 4-0 tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.
United var án margra lykilmanna en þeir sem mættu til leiks virtust hafa lítinn áhuga á því að standa sig.
Michael Olise sem Manchester United hefur áhuga á að kaupa í sumar var frábær og skoraði tvö góð mörk.
Tyrick Mitchell og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir eitt markið hvor.