fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports urðar yfir Antony og Andre Onana leikmenn Manchester United, ástæðan er hegðun þeirra eftir tap gegn Crystal Palace í gær.

Þegar þeir félagar gengu af velli eftir 4-0 tapið héldu þeir fyrir munninn og ræddu við Mason Mount.

„Farið bara af vellinum,“ sagði Carragher.

„Talandi og hvíslandi fyrir aftan höndina, líklega að ræða um leikmenn eða eitthvað. Mögulega um upplegg þjálfarans. Haldið kjafti og farið inn.“

Erik ten Hag, stjóri Manchester United óttast líklega um starfið sitt eftir 4-0 tap liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.

United var án margra lykilmanna en þeir sem mættu til leiks virtust hafa lítinn áhuga á því að standa sig.

Michael Olise sem Manchester United hefur áhuga á að kaupa í sumar var frábær og skoraði tvö góð mörk.

Tyrick Mitchell og Jean-Philippe Mateta skoruðu báðir eitt markið hvor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona