Það er ekki djúpt á áhuga Bayern Munchen á Erik ten Hag, stjóra Manchester United, samkvæmt Fabrizio Romano.
Ten Hag hefur undanfarið verið orðaður við Bayern, en félagið rembist eins og rjúpan við staurinn að finna sér nýjan stjóra. Thomas Tuchel er á förum í sumar.
Sjálfur vill Ten Hag vera áfram hjá United en sæti hans þar er sennilega farið að hitna eftir arfaslakt tímabil. Hann er sagður opinn fyrir því að taka við Bayern ef hann fær sparkið á Old Trafford.
Samkvæmt Romano eru þó aðeins ákveðnir einstaklingar innan raða Bayern sem hafa augastað á Ten Hag. Þó eru margir aðrir einnig á blaði og því alls ekki víst að félagið reyni við hollenska stjórann formlega.