Framtíð Darwin Nunez hjá Liverpool er nú í óvissu eftir slæmt gengi undanfarið.
Úrúgvæski ramherjinn, sem gekk í raðir Liverpool fyrir síðustu leiktíð, er greinilega orðinn þreyttur á áreiti stuðningsmanna liðsins, sem margir hverjir eru orðnir þreyttur á kappanum og færanýtingu hans. Eyddi hann öllum myndum af Instagram tengdum félaginu.
Í dag var Nunez svo orðaður við Barcelona sem langtímaarftaki Robert Lewandowski, sem er orðaður við Bandaríkin og Sádi-Arabíu.
Enskir miðlar vekja svo nú athygli á mynd sem Nunez og samlandi hans Ronald Araujo birtu af sér í dag. Sá síðarnefndi spilar einmitt fyrir Börsunga. Er því velt upp hvort þetta sé enn frekari vísbending um framtíð Nunez og hans næsta áfangastað.
Myndin er hér að neðan.